6. September, 2016

Innheimtuþjónusta

MG Lögmenn sérhæfa sig í innheimtu vanskilakrafna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu á þessu sviði og hafa haft yfirumsjón með innheimtum fyrir einstaklinga, banka, lífeyrissjóði og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum til fjölda ára. Unnið er með IL+ löginnheimtukerfi Creditinfo með beintengingu til að færa kröfur á vanskilaskrá.

Lögmaður kemur að málum strax í upphafi innheimtu og sér um þau til enda. Beri nauðsyn til að fara með málið fyrir dómstóla þekkir lögmaðurinn því alla málavexti frá upphafi ferilsins.

Áhersla er lögð á góð samskipti við skuldara til að gæta viðskiptavildar kröfuhafa en á sama tíma að fylgja hverju máli hratt og ákveðið eftir.

MG Lögmenn sjá jafnframt um rekstur dómsmála, nauðungarsölu, aðfarargerðir og aðrar fullnustugerðir.

Stofan tekur að sér mál á hvaða innheimtustigi sem er, allt eftir því hvað hentar hverjum viðskiptavini:

  • Fruminnheimta
  • Milliinnheimta
  • Löginnheimta